Sigurður Atli Jónsson, stjórnarformaður ILTA Investments og fyrrverandi forstjóri Kviku banka, segir að með því að stefna að aukinni sérhæfingu mætti auka verðmæti bankanna.

„Íslensku bankarnir í dag eru allir að gera allt á þessum litla markaði. Það eru takmörk fyrir því hversu hátt verð er greitt fyrir hlutabréf í slíkum fyrirtækjum. Mér finnst stundum að menn falli í þá gryfju að fjöldi banka hér þurfi að vera þrír, og þeir þurfi að vera í sömu mynd og þeir eru nú. Ein leið sem stjórnvöld gætu hugleitt væri að að minnsta kosti annar bankinn í eigu ríkisins einbeiti sér fyrst og fremst að því að veita grunnfjármálaþjónustu.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .