*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Fólk 10. nóvember 2021 14:29

Þrír nýir AWS sérfræðingar hjá Andes

Andes, sem sérhæfir sig í innleiðingu AWS skýjalausna, hefur ráðið til sín þrjá sérfræðinga.

Ritstjórn
Hrafnkell Brimar Hallmundsson, Snorri Hjörvar Jóhannsson og Jón Levy Guðmundarson Selmuson.
Aðsend mynd

Andes hefur ráðið til starfa þrjá nýja starfsmenn, þá Hrafnkel Brimar Hallmundsson, Snorra Hjörvar Jóhannsson og Jón Levy Guðmundarson Selmuson. Þeir hafa allir þegar hafið störf hjá fyrirtækinu sem AWS sérfræðingar.

Fyrirtækið sérhæfir sig í innleiðingu AWS skýjalausna hérlendis og er fyrsta íslenska fyrirtækið sem hlýtur Advanced Partner vottun hjá Amazon Web Services.

Snorri Hjörvar Jóhannsson er sérfræðingur í AWS með sérstaka áherslu á DevOps. Hann er með BSc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði áður hjá Cyren.

Hrafnkell Brimar Hallmundsson er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík auk BA gráðu í fornleifafræði frá Háskóla Íslands. Hann var áður HPC sérfræðingur hjá Advania Data Centers (nú atNorth) og AWS sérfræðingur hjá Sensa ehf.

Jón Levy Guðmundarson Selmuson nemur hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og starfaði áður við forritun og DevOps hjá RÚV og EJS.

Ari Viðar Jóhannesson, framkvæmdastjóri og stofnandi Andes:

„Það er mikill fengur fyrir okkur hjá Andes að fá þá Snorra, Hrafnkel og Jón til liðs við okkur, enda allir reynslumiklir og með yfirgripsmikla þekkingu. Við höfum undanfarin tvö ár stækkað í takt við sívaxandi áhuga á AWS skýjalausnum á Íslandi, hvort sem er innan fyrirtækja eða stofnanna og það er greinilegur áhugi fyrir að færa tækniinnviði alfarið úr kjallaranum og upp í skýið. Eftirspurnin eftir hraða og öryggi skýjalausna í AWS hefur þannig aldrei verið meiri en akkúrat núna, enda netöryggi mikið í umræðunni og nokkuð sem fyrirtæki um allan heim eru að huga vel að.”