Fyrir lok ársins verða tveir Dunk­in' Donuts kleinu­hringjastaðir opnaðir, til viðbót­ar við þann sem opn­ar á Lauga­vegi í sum­ar. Þessu grein ir mbl.is frá.

Eins og VB.is greindi frá hefur Dunkin' Donuts skrifað undir sérleyfissamning við íslenska fyrirtækið Drangasker ehf., dótturfélag 10-11, um að hefja undirbúning að opnun Dunkin´ Donuts veitingastaða á Íslandi. Samningurinn gerir ráð fyrir opnun sextán Dunkin' Donuts veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, en flestir þeirra verða á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrsti staðurinn verður opnaður á Laugavegi 3, en þar var áður staður­inn Buddha Café. Fram kemur í fréttinni á mbl.is að sá staður verði ör­ugg­lega stærsti staður­inn hjá fyr­ir­tæk­inu hér á landi. Þar verði al­vöru kaffi­hús auk setuaðstöða með borðum, bæði inni og úti.