Níu greindust með Covid -19 smit síðasta sólarhringinn, þarf af voru sjö á höfuðborgarsvæðinu og tveir á Vestfjörðum. Þriðjungur þeirra sem greindust voru í sóttkví.  Hápunkti faraldursins var náð fyrir viku og síðan hefur þróunin veri í rétta átt. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis á upplýsingafundi Almannavarna.

Fyrsta tilfellið greindist 28. febrúar og síðan þá hafa 1.720 greinst í heildina og átta látist. Þórólfur segir að samfara faraldrinum hafi álag á sjúkrahús landsins hafi verið mikið og sérstaklega á gjörgæslu. Hann segir að í heildina hafi 100 einstaklingar verið lagðir inn á spítala vegna faraldursins, þar af um 30 á gjörgæslu.  Segir Þórólfur að í dag sé álagið á sjúkrahúsin að minnka og að þrír séu í öndunarvél á Landspítalanum en enginn á Akureyri.

Ástæðan fyrir því að faraldurinn er í rénun er ekki síst vegna þeirra samfélagslegu aðgerða sem farið hefur verið, eins og til dæmis að setja hér á samkomubann. Þórólfur segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að hafa vaðið fyrir neðan sig og aflétta kvöðum í skrefum svo smitum fjölgi ekki aftur. Bendir hann á að enn sé stór hópur í samfélaginu móttækilegur fyrir þessari sýkingu og því verði að fara varlega.