HB Grandi hagnaðist um 36,3 milljónir evra á síðasta ári, en fjárhæðin samsvarar tæpum 5,5 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn eykst lítillega milli ára en hann nam 35,4 milljónum evra ári fyrr. Rekstrartekjur ársins námu 214,9 millj­ ónum evra, en voru 195 milljónir evra ári fyrr. EBITDA ársins var 49,9 milljónir evra eða 23,2%, en nam 45,1 milljón (23,1%) árið 2013.

„Uppgjör HB Granda fyrir 4. ársfjórðung 2014 var mjög þungt,“ segir Kristján Mark­ús Bragason hjá Greiningu Íslandsbanka.

„EBIT hagnaður félagsins nær þurrkaðist út miðað við sama tímabil í fyrra og hagnaður eftir skatta lækkaði um 40%. Það sem þarf hins vegar að hafa sterklega í huga þegar rekstraruppgjör HB Granda eru skoðuð er að spágerð og samanburður milli ársfjórð­ unga er mjög erfiður og liggur við að ákveð inn ómöguleiki sé í því máli. Sé horft til einstakra fjórðunga ársins 2014 hjá félaginu má segja að þriðji fjórðungur 2014, sem var firnasterkur, hafi dempað verulega dapra nið­urstöðu ársfjórðungsins sem á eftir fór. Því voru síðustu tveir ársfjórðungar félagsins árið 2014 mjög úr takti við það sem mætti kalla meðaltalstaktur í rekstrinum, en sem betur fór voru þeir í sitt hvora áttina.“

Nánar er fjallað um málið í Kauphallarblaðinu sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .