*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 23. mars 2017 16:11

Þurfa ekki að greiða Ursus

Seðlabanki Íslands og Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. voru sýknuð í Hæstarétti af tæplega tveggja milljarða kröfu félagsins Ursus ehf. sem er í eigu Heiðar Guðjónssonar fjárfestis.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Seðlabanki Íslands og Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. voru sýknuð í Hæstarétti af tæplega tveggja milljarða kröfu félagsins Ursus ehf. sem er í eigu Heiðar Guðjónssonar fjárfestis. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í apríl í fyrra. Hægt er að lesa dóm Hæstaréttar hér.

Heiðar hugðist kaupa 8,77% hlut í Sjóvá af ESÍ árið 2010. Ursus hélt því fram að Seðlabanki Íslands og Eignarsafn Seðlabanka Íslands hafi ekki staðið við bindnandi kaupsamning. Talið var að ekki hafi tekist að sanna að þeir sem hafi komið að samkomulaginu frá ESÍ hafi haft umboð til að undirrita endanlegan kaupsamning og því hafi svo verið litið á að Ursus hefði af fúsum og frjálsum vilja sagt sig frá söluferlinu, áður en kaupsamningur var gerður.

Í dómsorðum segir að stefndu, Seðlabanki Íslands og Eignasafn Seðlabanka Íslands, eru sýknuð af kröfum stefnanda, Ursusar ehf. og að málskostnaður falli niður. Ursus þarf að greiða Seðlabanka Íslands og ESÍ hvorum um sig tvær milljónir króna í málskostnað í héraði og Hæstarétti.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is