*

laugardagur, 29. janúar 2022
Erlent 21. september 2020 14:46

Þúsund milljarða yfirtaka Microsoft

Microsoft hyggst auka umsvif sín í tölvuleikjabransanum með yfirtöku á ZeniMax fyrir um 7,5 milljarða dollara.

Ritstjórn
Satya Nadella er forstjóri Microsoft.
epa

Microsoft hyggst kaupa ZeniMax Media sem er móðurfélag tölvuleikjaframleiðandans Bethesda Sotfworks fyrir alls 7,5 milljarða dollara, jafngildi 1.035 milljarða króna. Hið síðarnefnda félag framleiðir meðal annars tölvuleikina DOOM og Fallout.

Ef tilboðið skyldi fara í gegn myndi Microsoft taka yfir skrifstofur ZeniMax þar sem um 2.300 starfsmenn vinna. Forstjóri Microsoft, Satya Nadella, hefur sagt að tölvuleikir sé sá hluti afþreyingariðnaðarins sem vaxi hraðast en talið er að um þrír milljarðar manns spili tölvuleiki.

Talið er að samningnum muni ljúka í síðari hluta ársins 2021. Umfjöllun á vef WSJ.

Stikkorð: Microsoft tölvuleikir ZeniMax