*

miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Innlent 22. mars 2012 17:25

Þúsundir biðu eftir frumsýningu á Dust 514

Múgur og margmenni beið eftir því rétt fyrir klukkan fimm í dag að sjá nýjasta skotleik CCP.

Jón Aðalsteinn Bergsvein

Þúsundir gesta biðu í röðum eftir því að sjá frumsýningu á tölvuleiknum Dust 514 sem leikjaframleiðandinn CCP frumsýndir í Eldborgarsal Hörpu í dag. Um heimsfrumsýningu á leiknum er að ræða og hófst hún nú klukkan 17. 

Dust 514 er skotleikur og er hann ókeypis fyrir eigendur PlayStation 3 leikjatölva. Skotleikurinn er fyrsti tölvuleikur sinnar tegundar sem nýtir sér þetta viðskiptamódel. Það er kallað „Free-To-Play“ upp á ensku eða F2P. Spilarar þurfa á móti að kaupa viðbætur, aukahluti eða aðra hjálp. 

Leikurinn kemur út í júní og verður opnaður öllum í september.

Fram kemur í ítarlegri umfjöllun um leikinn í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag að velgengni leiksins geti haft mikið að segja um framtíðarhorfur CCP.

Nánar er fjallað um Dust 514 og CCP í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: CCP Dust 514 Eve Online