Vélaframleiðandinn Trumpf er svo stoltur af framleiðslu sinni að vélarnar eru til sýnis í sérstökum sal í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Suður-Þýskalandi. Leysiskurðartækið, stimplavélin og hátæknivél sem sameinar stimpil- og leysiskurðartæknina heilla gesti með því hversu nákvæmar þær eru og með því að geta framleitt hvað sem er, frá skartgripum að bílhurðum.– Stálplötum er breytt í íhluti á nokkrum sekúndum og afgangar hverfa á örskotsstundu.

Framtíð þessa fjölskyldufyrirtækis virðist björt. Veltan á fyrri helmingi ársins nam 2,6 milljörðum evra, andvirði um 400 milljarða króna, og hefur ekki verið meiri í níutíu ára sögu fyrirtækisins, en ástandið í Úkraínu varpar skugga á þessa framtíðarmynd.

„Viðskiptavinir okkar eru ennþá að fjárfesta,“ segir Mathias Kammüller, aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. „En þeir hafa farið mjög varlega allt frá því að Lehman bankinn féll. Núna er Úkraína að gera þá enn áhættufælnari.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .