François Hollande, forseti Frakklands, hefur sagt að fjárlagahallinn í ár muni verða umtalsvert meiri en hann má vera samkvæmt stöðugleikasáttmála evruríkjanna. Hallinn verður samkvæmt sáttmálanum að vera undir 3%, en Hollande segir hallan í ár verða líklega um 3,7%. Hollande hafði áður lofað því að koma fjárlagahallanum undir þriggja prósenta markið.

Bankastjóri þýska seðlabankans, Jens Weidmann, segir að sú Frakkar séu á leiðinni út af þeirri umbótastefnu sem franska ríkisstjórnin hafði sett sér. Weidman segir mikilvægt að stærri ríki evrusvæðisins sýni gott fordæmi í þessum efnum. Búist er við því að nýtt fjárlagafrumvarp þýsku stjórnarinnar fyrir árið 2014 geri ráð fyrir nær engum halla á ríkissjóði.