"Tilboðið er hagstætt fyrir hluthafa Singer & Friedlander og það nýtur stuðnings allra stjórnarmanna. Frá því að Kaupþing banki varð stór hluthafi í október 2003 hefur bankinn stutt mjög vel við stjórnendur Singer & Friedlander auk þess sem bankinn hefur síðan unnið með okkur í ýmsum fjármögnunarverkefnum," segir Paul Selway-Swift, stjórnarformaður Singer & Friedlander í tilkynningu sem send var út vegna kaupanna.

"Singer & Friedlander hefur góða stöðu á kjarnamörkuðum bankans og sú stefna undanfarið ár að vaxa enn frekar hefur skilað hluthöfum góðri ávöxtun. Með sölunni til Kaupþings banka getur Singer & Friedlander haldið áfram þróun þessarar stefnu innan stærri fjármálasamstæðu," segir Tony Shearer, forstjóri Singer & Friedlander.