Opnuð voru tilboð í viðhaldsdýpkun í hafnarmynni og innsiglingaleið Landeyjahafnar 21. október. Sex fyrirtæki sendu inn tilboð. Lægsta tilboðið kom frá Íslenska gámafélaginu upp á tæplega 326 milljónir króna en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 245,5 milljónir króna.

Næstlægsta tilboðið var frávikstilboð frá Björgun upp á um 332 milljónir króna og þá kom Baltic Dredging Eps í Danmörku með tilboð upp á um 388 milljónir króna. Hæstu tilboðin voru frá belgísku og dönsku fyrirtæki og voru yfir 1,1 milljarð króna.