„Ég get ekkert sagt um það. Við erum bara a skoða þetta,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, aðspurður um það hvað honum finnist um tilboð Regins í allt hlutafé fasteignafélagsins Eikar.

Samkvæmt ársreikningi Eikar er LSR stærsti eigandi félagsins. Eign LSR nam 14,8% um síðustu áramót. Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóður verkfræðinga eru næst stærstu eigendurnir.

Haukur segir að LSR hafi ekki haft nein sérstök áform um að selja hlut sinn í Eik áður en tilboðið barst. „Eik er sterkt og gott félag og fín eign, þannig að það hefur ekkert verið hugað að því. En það er ekki þar með sagt að það sé ekki þess virði að skoða tilboðið,“ segir Haukur.