Eins og gefur að skilja geta hópuppsagnir verið mjög erfiðar fyrir alla starfs- menn viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

Þá geta þær, ef illa er að þeim staðið, haft afar slæm áhrif á ímynd viðkomandi fyrirtækis.

Dæmi um það hvernig ekki á að standa að uppsögnum eru mýmörg, en eitt slíkt er frá árinu 2007. Tölvuleikjafyrirtækið Sigil Games fór illa á hausinn, ekki síst vegna arfaslakrar stjórnunar. Dag einn var tölvupóstur sendur á alla starfsmenn, þar sem þeim var sagt að halda ætti fyrirtækisfund úti á bílaplani. Þar var þeim tilkynnt að fyrirtækið hefði verið selt og þeim væri öllum sagt upp.

Til að bæta gráu ofan á svart greindi einn stjórnandinn þeim frá því að hann hefði grætt nægilega mikið á sölunni til að geta keypt sér nýtt einbýlishús.

Ef stjórnendur fyrirtækis standa frammi fyrir þessari erfiðu ákvörðun er mikilvægt að standa rétt að henni, að sögn Sigurgísla Melberg, sérfræðingi hjá Provis ráðgjöf. „Það sem sum fyrirtæki klikka á er að sjá fólk sem tölur í excel skjali. Fara verður varlega að starfsfólkinu, bæði þeim sem missa vinnuna og þeim sem sitja eftir.“

Nánar má lesa um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.