Danskir fjölmiðlar fjalla áfram um íslenskt viðskiptalíf. Blaðamaður tímarits danska viðskiptablaðsins Børsen veltir því fyrir sér hvort að vöxtur íslenskra fyrirtækja og kaup þeirra erlendis séu kraftaverk eða martröð.

Danskir fjölmiðlar hafa fjalla mikið um fyrirtækjakaup Íslendinga í Danmörku og um greiningar erlendra banka um íslenskt viðskipta- og efnahagslíf.

Tímarit Børsen veltir hefur flokkað íslensku kaupsýslumennina og gefið þeim eftirfarandi gælunöfn: Kóngurinn, krónprinsinn, apótekarinn, útgerðarmaðurinn, grænmetissalinn, McKinsey-ráðgjafinn, samstarfsaðilinn, stjórnmálamaðurinn og Bakkabræðurnir.