Tekjur Time Warner Inc. námu 6,95 milljörðum dollara á seinasta ársfjórðungi. Greiningaraðilar voru ánægðir með afkomuna og hafa bréfin hækkað um rúmlega 3,13% fyrir opnun. Gamla góða kabalsjónvarpið skilaði meiri tekjum en gert var ráð fyrir og auglýsingatekjur félagsins jukust um 6%. Fyrirtækið tilkynnti einnig fjárfestingu í félaginu Hulu, sem veitir svipaða þjónustu og Netflix. Jeff Bewkes, framkvæmdastjóri Time Warner, hefur verið að stýra félaginu á nýrri brautir og er þessi fjárfesting til marks um það.