Þingmenn bandaríska þingsins hættu snarlega við áform um að færa siðanefnd þingsins aukin völd í málefnum þingmanna sem taldir eru hafa brotið siðareglur í kjölfar þess að Trump tísti um málið.

Dró þingflokkur Repúblikana tillögurnar til baka en þær fólu í sér að draga verulega úr völdum sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar sem sett var upp árið 2008 í kjölfar spillingarmáls í kringum hagsmunavörðinn Jack Abramoff sem lauk með því að þrír meðlimir þingsins enduðu í fangelsi.

Leiðtogar og þingmenn Repúblikana ósammála um breytinguna

Leiðtogar Repúblikana á þingi höfðu staðið gegn breytingunni, en samt sem áður hafði meirihluti þingflokksins samþykkt breytinguna.

En í kjölfar þess að verðandi forseti, Donald Trump setti fram tíst á Twitter þess efnis að það væri röng forgangsröðun að setja þessa breytingu sem fyrsta mál miðað við allt sem þyrfti að gera. Þó tók hann undir að eftirlitsstofnunin væri ósanngjörn.

„Einbeitið ykkur að umbótum í skattamálum, heilbrigðiskerfinu og svo mörgum öðrum sem eru mun mikilvægari,“ tísti Trump á þriðjudagsmorgun. Að auki bætti hann við myllumerkinu DTS, sem er skammstöfunin á enska orðalaginu „drain the swamp“ sem vísar í loforð hans um að draga úr spillingu í stjórnkerfinu.