Ef þig langar að flytja til útlanda, átt mjög mikinn pening og þig langar til að eyða honum hratt og örugglega þá er cnn.com búið að taka saman lista fyrir þig. En það er listi yfir hvaða tíu borgir í heimi er dýrast að búa í.

Í fyrsta sæti er Tókýó en í fyrra var Zurich í fyrsta sæti en hún fellur niður í sjöunda sætið á milli ára.

Ef listi yfir tuttugu dýrustu borgir heims er skoðaður er engin bandarísk borg á listanum. Þar eru hins vegar átta evrópskar borgir og ellefu borgir í Asíu. Athygli vekur að Caracas hoppar upp um 25 sæti á milli ára vegna verðbólgu.

  1. Tókýó, Japan
  2. Osaka, Japan
  3. Sydney, Ástralía
  4. Osló, Noregur
  5. Melbourne, Ástralía
  6. Singapúr
  7. Zurich, Sviss
  8. París, Frakkland
  9. Caracas, Venesúela
  10. Geneva, Sviss