Alls bárust 69 þúsund umsóknir um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána en tæplega sjö þúsund af þeim eru óafgreidd. Gert er ráð fyrir að þær verði afgreiddar fyrir áramót. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Aðgerðir ríkississtjórnarinnar voru voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Nú hafa niðurstöðurnar verið birtar á vefsíðu Ríkisskattstjóra, leiðrétting.is . Alls er 80 milljörðum varið til niðurfærslu höfuðstóls húsnæðislána en 70 milljarðar fara í  séreignasparnaða við inngreiðslu höfuðstóls lána. Alls eru þetta 150 milljarðar.