*

sunnudagur, 19. september 2021
Erlent 21. janúar 2015 12:06

Tíu stærstu olíufyrirtæki heims

Saudi Aramco er stærsta olíufyrirtæki heims samkvæmt samantekt Forbes.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Olíufyrirtæki víðs vegar um heiminn eiga nú undir högg að sækja vegna stöðugrar lækkunar olíuverðs á heimsmarkaði frá því í sumar.

Bandaríska fjármálatímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir þau stærstu miðað við framleiðslutölur ársins 2013. Í efsta sæti listans situr Saudi Aramco frá Sádí-Arabíu, en fyrirtækið framleiddi 12,7 milljónir tunna af olíu á dag á árinu. Þá eru Rússar áberandi á listanum og sitja í þremur af efstu fimm sætunum.

Sadí-Arabía og Rússland eru stærstu framleiðsluríki olíu í heiminum með um 13% hlutdeild hvort.

Tíu stærstu olíufyrirtæki heims

1. Saudi Aramco - 12,7 milljónir tunna á dag (Sádí-Arabía)
2. Gazprom - 8,1 milljón tunna á dag (Rússland)
3. Ríkisolíufélag Írans - 6,1 milljón tunna á dag (Íran)
4. ExxonMobil - 5,3 milljónir tunna á dag (Rússland)
5. Rosneft - 4,6 milljónir tunna á dag (Rússland)
6. Royal Dutch Shell - 4 milljónir tunna á dag (Holland og Bretland)
7. Petrochina - 3,9 milljónir tunna á dag (Kína)
8. Pemex - 3,6 milljónir tunna á dag (Mexíkó)
9. Chevron - 3,5 milljónir tunna á dag (Bandaríkin)
10. Ríkisolíufélagið í Kúvæt - 3,4 milljónir tunna á dag (Kúvæt) 

Stikkorð: Forbes Olía Frobes Al-Naimi