Olíufyrirtæki víðs vegar um heiminn eiga nú undir högg að sækja vegna stöðugrar lækkunar olíuverðs á heimsmarkaði frá því í sumar.

Bandaríska fjármálatímaritið Forbes hefur tekið saman lista yfir þau stærstu miðað við framleiðslutölur ársins 2013. Í efsta sæti listans situr Saudi Aramco frá Sádí-Arabíu, en fyrirtækið framleiddi 12,7 milljónir tunna af olíu á dag á árinu. Þá eru Rússar áberandi á listanum og sitja í þremur af efstu fimm sætunum.

Sadí-Arabía og Rússland eru stærstu framleiðsluríki olíu í heiminum með um 13% hlutdeild hvort.

Tíu stærstu olíufyrirtæki heims

1. Saudi Aramco - 12,7 milljónir tunna á dag (Sádí-Arabía)
2. Gazprom - 8,1 milljón tunna á dag (Rússland)
3. Ríkisolíufélag Írans - 6,1 milljón tunna á dag (Íran)
4. ExxonMobil - 5,3 milljónir tunna á dag (Rússland)
5. Rosneft - 4,6 milljónir tunna á dag (Rússland)
6. Royal Dutch Shell - 4 milljónir tunna á dag (Holland og Bretland)
7. Petrochina - 3,9 milljónir tunna á dag (Kína)
8. Pemex - 3,6 milljónir tunna á dag (Mexíkó)
9. Chevron - 3,5 milljónir tunna á dag (Bandaríkin)
10. Ríkisolíufélagið í Kúvæt - 3,4 milljónir tunna á dag (Kúvæt)