Icelandair Group segir að ef spár ganga eftir, og ekki verða frekari truflanir vegna gossins, þá má gera ráð fyrir að tjón Icelandair Group verði ekki verulegt og að afkomuspá ársins haldist óbreytt.

Tilkynning Icelandair Group til Kauphallar:

„Vegna eldgossins í Grímsvötnum hefur allt flug um Keflavíkurflugvöll legið niðri frá því kl. 9.00 í gærmorgun. Samkvæmt núverandi veður- og öskuspám er gert ráð fyrir að flogið verði um Keflavíkurflugvöll í kvöld og samkvæmt áætlun á morgun.

Ef þessar spár ganga eftir og ef ekki verða frekari truflanir vegna gossins þá má gera ráð fyrir tjón Icelandair Group verði ekki verulegt og að afkomuspá ársins haldist óbreytt.“