Verslunarkeðjan J Sainsbury hefur brugðið á það ráð að taka upp áhættusamari fjárstýringu hjá eftirlaunasjóði félagsins. Sjóðurinn inniheldur um 3,3 milljarða punda eða um 425 milljarða króna og á að standa undir eftirlaunaskuldbindingum félagsins. Með þessu vonast keðjan til þess að hærri ávöxtun geri henni kleyft að lækka framlaga sitt í sjóðinn. Er ætlunin að færa fjárfestingastefnu sjóðsins frá skuldabréfum yfir til hlutabréfa og þannig spara félaginu 30 milljónir punda á árinu.

Um leið og greint var frá þessu var skýrt frá því að Justin King, framkvæmdastjóri félagsins, hyggðist fækka um 700 manns á skrifstofum félagsins. Um leið á að bæta við 3.000 manns á verslunarsviðinu.