*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 12. júlí 2018 11:06

TM sendir frá sér afkomuviðvörun

Gerir félagið nú ráð fyrir að tap fyrir skatta verði um 200 milljónir króna en rekstarspá hafði gert ráð fyrir 500 milljóna króna hagnaði.

Ritstjórn
Sigurður Viðarsson, forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Tryggingamiðstöðin hefur sent frá sér afkomuviðvörun vegna annars ársfjórðungs. Við vinnslu árshlutauppgjörs 2. ársfjórðungs 2018 hefur komið í ljós að afkoma TM á fjórðungnum verður umtalsvert verri en rekstrarspá félagsins gerði ráð fyrir, segir í tilkynningu frá félaginu.

Óhagstæð þróun á verðbréfamörkuðum ásamt aukningu í tjónakostnaði valda frávikinu. Gerir félagið nú ráð fyrir að tap fyrir skatta verði um 200 milljónir króna en rekstarspá hafði gert ráð fyrir 500 milljóna króna hagnaði. Fjárfestingatekjur verða um 315 milljónir króna (spá 620 milljónir króna) og samsett hlutfall um 109% (spá 100%).

Uppfærð rekstrarspá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga verður birt samhliða birtingu uppgjörs 2. ársfjórðungs 23. ágúst næstkomandi. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is