Bandaríski tóbaksframleiðandinn Altria Group hækkaði í síðustu viku um 6,73% vegna ummæla dómara í máli á hendur þeim. Sem oftar er verið að lögsækja fyrirtækið vegna blekkinga um nikótín og hversu ávanabindandi það er og notkun á orðinu ?létt sígarettur", (e. Light cigaretts). Hafði dómarinn orð á því að honum þætti vafasamt að stjórnvöld gætu gert margra ára og jafnvel áratuga hagnað upptækan á grunni laga sem sett voru til að brjóta aftur skipulagða glæpastarfsemi.

Þetta kemur fram í Vikufréttum MP fjárfestingabanka.