*

laugardagur, 30. maí 2020
Innlent 24. október 2019 16:12

Töf á endurreisn Wow air

Gunnar Steinn Pálsson, almanntengill Wow air, hefur sagt frá því að félagið mun ekki taka af stað í október eins og stefnt var að.

Ritstjórn
Michele Ballarin kynnti endurreisn Wow air á blaðamannafundi á Hótel Sögu.
vb.is

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá tilkynnti Michelle Ballarin, aðaleigandi og stjórnarformaður Wow air, að félagið myndi hefja flug í október. Hins vegar hefur almannatengill og talsmaður nýja flugfélagsins gefið að svo verði ekki. Þetta kemur fram á vef DV.is.

„Það eina sem ég get sagt á þessu stigi málsins er að við erum ekki að fara í loftið í október. Og að fenginni reynslu ætla ég bara að segja sem minnst um hvaða dagsetningar verið er að horfa til. Er bara ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessu stigi máls,“ segir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill og talsmaður hins endurreista flugfélags WOW air.

Einnig kemur fram að Gunnar er sannfærður um að hið nýja flugfélag verði að veruleika þrátt fyrir að það muni taka lengri tíma en áætlað var. Auk þess staðfestir hann að fyrstu flugferðir félagsins verði milli Washington og Reykjavík eins og áður hefur komið fram.