Tólf ný fyrirtæki hafa bæst í hóp þeirra sem eru  félagar í Viðskiptaráði Íslands. „Ráðið hefur frá stofnun þess árið 1917 barist fyrir hagfelldu rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs og er því ljóst að nú, 93 árum síðar, sjá fyrirtæki sér enn mikinn hag í starfsemi ráðsins," segir í nýju fréttabréfi Viðskiptaráðs.

Á heimasíðu Viðskiptaráðs segir að ráðið sé frjáls samtök félaga, fyrirtækja og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Allir sem stundi rekstur, hvort sem er í smáum eða stórum stíl, geti átt aðild að ráðinu. Viðskiptaráð sé tæki atvinnulífsins til þess að vinna að hvers konar framförum sem bæti starfsskilyrði atvinnulífsins og auki velmegun í þjóðfélaginu.

Hér má sjá lista yfir alla félagsmenn VÍ. Nýir félagar síðustu mánaða eru:

  • Klettur Sala og Þjónusta,
  • Thorp, Framtíðarorka,
  • Transmit,
  • Ceo Huxun,
  • Búngaló,
  • Bókhalds- og rekstrarþjónustan Hagsýn,
  • Handlers,
  • Center Hugbúnaðarhús,
  • Amivox,
  • Nordic Legal,
  • Global Trade,
  • Data Market.