Samkvæmt Hagstofunni dregur jafnt og þétt úr bókaútgáfu á Íslandi. Að ofan má sjá fjölda titla á hverja þúsund íbúa ár hvert frá 1999, en rétt er að undirstrika að hér ræðir um bókaútgáfu, ekki bóksölu.

Þessi rénun hófst um aldamótin eftir nær samfellda aukningu í bókaútgáfu frá miðjum áttunda áratug liðinnar aldar. Þá aukningu mátti að miklu leyti rekja til þess að tölvutækni gerði bókaútgáfu mun auðveldari og ódýrari.

Erfitt er að verjast þeirri hugsun, að samdrátturinn kunni að tengjast uppgangi netsins og stóraukins annars afþreyingarframboðs. Í þessum tölum felst ekki nein stafræn bókaútgáfa, enda hefur hún verið hverfandi til þessa.