Sjálfsagt finnst fáum að Íslendingar hafi verið áhugalausir um Panama­skjölin, en samt  komast þeir ekki á blað hjá Google þegar hlutfallslegur áhugi á skjölunum er skoðaður.

Allt að ske í Kongó hins vegar! Áhyggjur af því að ímynd Íslands myndi skaðast af þessari umræðu á alþjóðavettvangi eru ekki úr lausu lofti gripnar, en kunna hins vegar að  hafa  verið full miklar. Sem sjá má að ofan blossaði upp áhugi á skjölunum 4. apríl, náði hámarki 6. apríl, en hefur dalað hratt síðan. Þegar við berum það saman við Google-leitir að Íslandi sést að þær aukast vissulega um þetta leyti, en mjög hóflega. Eins hlýtur að gleðja guma, að  Sigmundur Davíð var heimsbyggðinni ekki ofarlega í huga þegar hún leitaði að nöfnum tengdum hneykslinu.