Raddgreiningu í tölvutækni hefur fleygt fram á síðustu árum og víða komin í almenna notkun fyrir tilstilli nettengdra, raddstýrðra hátalara og tækja, sem gegna nöfnum eins og Alexa (Amazon), Siri (Apple), Cortana (Microsoft) og Google.

Sem sjá má að ofan eru notin margvísleg og þó að tónlistin sé fyrirsjáanlega þar efst á blaði er upplýsinga- og fréttaöflun þar mjög fyrirferðarmikil. Hafa fjölmiðlar þó ekki haft sig sérstaklega mikið í frammi á þeim vettvangi, en það breytist að líkindum ört á komandi misserum. Margt bendir til þess að staðbundnar fréttir verði ekki síður eftirsóttar en heimsfréttayfirlitið.