*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 28. mars 2015 19:35

Tölfræði fjölmiðla: Tæknitaka

Talið er að um 3 milljarðar manna hafi nú aðgang að netinu.

Andrés Magnússon

Netvæðing heimsins hefur farið sem lok yfir akur, þ.e.a.s. eftir að almenningi stóð netið fyrst til boða árið 1989. Margt bendir þó til þess að mönnum hafi hætt til þess að gera fullmikið úr þessum öra vexti og að stundum hafi tölfræðin verið ágiskun ein.

Talið er að um 3 milljarðar manna hafi nú aðgang að netinu, en það þýðir líka að um 60% mannkyns hefur það ekki.

Að ofan sjást niðurstöður Gisle Hannemyr, prófessors við Óslóarháskóla, um hversu ört bandarískur almenningur tók miðlunar- og samskiptatækni í þjónustu sína. Upptaka bæði sjónvarps og útvarps á sínum tíma var talsvert örari en netvæðingin og þeir miðlar hafa enn forskot hvað útbreiðslu varðar. Inn í þessar tölur vantar þó snjallsímana, sem eru í þann veginn að bylta þessu öllu.