Enn er hér fjallað um aðdraganda forsetakosninganna, en að neðan má líta hversu lengi hver og einn frambjóðendanna fékk að láta dæluna ganga í umræðuþætti RÚV fyrir rúmri viku.

Enn og aftur hefur forsetinn afgerandi forskot á aðra frambjóðendur, en einnig má sjá enn eina tölfræði um fjölmiðlaframkomu frambjóðenda, þar sem fram kemur að Þóra Arnórsdóttir nýtur kastljóss fjölmiðla ekki umfram aðra, síður en svo.

Af þessum tölum má í raun segja að Andrea Ólafsdóttir hafi verið nýstirni þáttarins, því að forsetanum undanskildum var það hún, sem best náði að koma máli sínu til skila.