Hlutabréf í Asíu lækkuðu töluvert í dag. Lækkunin kom í kjölfar versnandi gengis þjónustufyrirtækja í Bandaríkjunum og vegna áhyggna um versnandi efnahagshorfur í Bandaríkjunum.

Fyrirtækin Nintendo og Li & Fung sem fá stóran hluta tekna sinna frá Bandríkjunum leiddu lækkunina. Lækkun BHP Billiton er sú mesta frá því í desember 1987 en lækkunin kom í kjölfar þess að félagið hækkaði tilboð sitt í námufyrirtækið Rio Tinto og minnkandi hagnað PetroChina.

TOPIX vísitalan í Tokýó lækkaði um 4,2% í gær, HANG SENG lækkaði um 5,4%, og CSI 300 í Kína um 0,6%.