Hlutabréf í Asíu hækkuðu töluvert í dag. Bréf í fasteignafélögum ýttu undir hækkanir í Hong Kong og námufélög í Ástralíu, að því er fram kemur í frétt WSJ. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 1,8%, úrvalsvísitalan í Shanghæ um 2,6% og í Ástralíu um 1,3%. Markaðir í Japan voru lokaðir í dag, en þar voru kynnt áform um umfangsmiklar aðgerðir til að draga úr umfangi reglusetningar á fjármálamarkaðnum, og gætu þær þýtt grundvallarbreytingar fyrir þann geira, segir í WSJ.

Markaðir í Evrópu hækkuðu almennt við upphaf viðskipta í morgun, en viðskiptin voru lítil vegna jólahátíðarinnar. Markaðir á Norðurlöndunum eru lokaðir í dag.