Töluverð lækkun varð á hlutabréfamörkuðum á Bandaríkjamarkaði í dag.

Talið er að nýjar tölur um aukið atvinnuleysi í Bandaríkjunum hafi haft áhrif á markaðinn en atvinnuleysi hefur ekki mælst jafnlágt þar í landi í tvo áratugi að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Við lokun markaða hafði Nastaq vísitalan lækkað um 2,96%, Dow Jones fór niður um 3,03% og Standard & Poor´s lækkaði um 3,13% og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi á þessu ári að sögn Bloomberg.