Dow Jones vísitalan og Standard & Poor´s hækkuðu lítillega í dag eftir að í ljós kom að störfum í Bandaríkjunum fækkaði minna í mánuðinum en búist hafði verið við, líkt og fjallað hefur verið um .

Mikið tap Sun Microsystems, fjórða stærsta tölvuframleiðanda í heimi, olli lækkun í bréfum tækniiðnaðarins. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um 22,7% og valda lækkun Nasdaq-vísitölunnar. Bréf í Microsoft féllu um 1,5% og bréf IBM um 1,2%.

Í lok dags hafði Nasdaq vísitalan lækkað um 0,15%, Dow Jones hafði hækkað um 0,37% og Standard & Poors hafði hækkað um 0,31%.

Olíuverð hækkaði í dag um 3,34% og kostar olíutunnan nú 116,28 Bandaríkjadali.