Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu í heild jókst sala á tölvuleikjum vestanhafs í síðasta mánuði. Sala á bæði leikjum og tölvum eykst, og trónir Nintendo Wii á toppnum í síðarnefnda flokkum. Í september seldust 687.000 eintök af Wii í Bandaríkjunum, en salan í október nam 803.000. Þetta kemur fram í nýrri markaðsrannsókn sem Atlanta Business Chronicle greindi frá í gær.

Microsoft seldi 347.000 eintök af Xbox 360 í október, sem er lítillega aukning frá því í september. Playstation III frá Sony seldist síðan í 190.000 eintökum.

Nintendo hefur náð miklum árangri með tölvuleik sinn Wii Fit, sem reynir á líkamlegt þolgæði þeirra er hann spila. Leikurinn var næstvinsælastur allra í október.