Valdahlutföllin í pólitísku landslagi heimsins breyttust á árinu. Forbes valdi forseta Kína, Hu Jintao, valdamesta mann heims. Það er í fyrsta skipti í áratugi sem forseti Bandaríkjanna er ekki á þeim stalli. Norður-Kóreumenn sýndi mátt sinn og spenna vegna gjaldmiðlavanda magnaðist.

8. Norður Kórea gerir fyrirvaralaust loftárás á Suður-Kóreska byggð. Spenna magnast. Bandaríkin hóta Norður-Kóreu. Stórveldin grípa ekki til aðgerða. Kínverjar gefa frá sér í yfirlýsingu um að þeir styðji ekki aðgerðir Norður-Kóreu.

9. G20 fundir ársins, fundir IMF og Alþjóðabankans, einblína á stærsta hagsmunamálið í efnahagsmaskínu heimsins; gjaldmiðlana. Staða þeirra, þvert á landamæri, veldur áhyggjum. Enn og aftur eru Kínverjar í brennidepli, sem langsamlegu stærstu kaupendur evra og dollara utan Evrópu og Bandaríkjanna. Undirliggjandi er: Mun kínverska efnahagsbólan - meðaltals 10% árshagvöxtur yfir sex ára tímabil – springa og þá með hvaða afleiðingum?

10. Repúblikanar vinna sigur í fulltrúadeild þingsins en Demókratar halda eins manns meirihluta í öldungadeildinni. Þetta veikir stöðu Baracks Obama, svo mikið að Forbes velti Bandaríkjaforseta af stalli sem valdamesti maður heims. Það er í fyrsta skipta sem Bandaríkjaforseti er ekki valdamesti maður heims. Fyrir ofan hann er nú Hu Jintao, forseti Kína.