Æðstu yfirmenn Google munu lækka í launum ef marka má orð forstjóra félagsins, Sundar Pichai.

Google sagði á dögunum upp 6% af starfsfólki sínu, alls 12 þúsund manns, en um er að ræða stærstu uppsögn sem ráðist hefur verið í í sögu félagsins.

Á fundi með starfsfólki sem fram fór í byrjun viku sagði Pichai að bónusgreiðslur millistjórnenda og stjórnenda þar fyrir ofan verði lækkaðar. Það sé liður í aðgerðum félagsins sem miða að því að minnka kostnað.