Toyota gæti sagt upp starfsmönnum í verksmiðjum sínum ef efnahagslægðin í Bandaríkjunum ílengist og dýpkar, að sögn forstjóra fyrirtækisins. MSNBC segir frá þessu í dag.

Mikið hefur dregið úr eftirspurn eftir stærri bifreiðum og jeppum sem Toyota framleiðir miklu magni. Uppsagnirnar hjá Toyota verða aðeins hjá svokölluðum „tímabundnum starfsmönnum", en þeir eru um 10% af 30.000 manna starfsliði Toyota í Bandaríkjunum.

Forstjórinn fyrirtæksins sagði jafnframt að til sterkrar íhugunar kæmi nú að flytja út frá Bandaríkjunum í auknum mæli.