Vinnumálastofnun greiðir út atvinnuleysistryggingar í dag, tæpa 2 milljarða króna, til um 14 þúsund einstaklinga.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar en greitt er fyrir tímabilið 20. janúar – 19. febrúar 2009.

Þar hvetur stofnunin umsækjendur til þess að fylgjast bankareikningum sínum þar sem ekki sé öruggt að öruggt að allir launaseðlar nái að skila sér í hús í dag.

„Að lokum viljum við biðja umsækjendur um að sýna því skilning að töluvert álag verður að öllum líkindum á símakerfi Greiðslustofunnar í dag og bendum á upplýsingar hjá  þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar,“ segir á vef Vinnumálastofnunar.