*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Erlent 10. nóvember 2016 18:32

Trump vill bankamann sem fjármálaráðherra

Teymi Donald Trump falast eftir Jamie Dimon, sem er talinn einn af leiðtogum Wall Street, í sæti fjármálaráðherra.

Ritstjórn
epa

Einn af helstu ráðgjöfum Donald Trump hefur rætt við Jamie Dimon, sem er einn af forstjórum JPMorgan & Chase. Talið er líklegt að Trump vilji fá Dimon sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Þó er óvíst hvernig Dimon tók í tilboðið, en hann hefur áður gefið til kynna að hann vilji ekki taka sæti í ríkisstjórn. Dimon er álitinn einn af leiðtogum Wall Street og hefur áður verið nefndur í samhengi við ríkisstjórnarhlutverk. Trump hefur verið gífurlega gagnrýninn í garð Wall Street elítunnar og talað um Dimon sem „versta bankamann Wall Street.“