Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkun íbúðalána, segist sem hagfræðingur ráðleggja fólki að taka hluta af framtíðarsparnaði sínum og nóta í staðinn til að greiða niður höfuðstól af verðtryggðum húsnæðislánum. „Já, ég myndi gera það. Og ég ætla að gera það sjálfur. Vegna þess að það sem gerist er að þú ert að fá út peninga í þetta og þú færð ekki betri ávöxtun. Þetta er yfir fjörutíu prósent ávöxtun,“ segir Tryggvi Þór, sem var gestur í morgunútvarpi RÚV í dag og ræddi þar m.a. um skuldatillögur ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær.

Fram kemur á vef RÚV að af þeim 75 þúsund heimilum sem eru með verðtryggð húsnæðislán hafi um fimm þúsund þegar fengið hluta skulda niðurfelldar og eru þau því ekki gjaldgeng. Tryggvi sagði þau heimili sem geti fengið hluta íbúðaskulda felldar niður og fjárhæðirnar verið allt frá litlum fjárhæðum og upp í hámarksfjárhæðina sem nemur um 4 milljónum króna.