Nýtt hátæknisetur mun rísa í Vísindagörðum, við hlið Háskóla Íslands, á næstu tveimur árum. Þetta er stærsta fjárfesting einkafyrirtækis frá hruni. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, segist hafa hugsað um slíkt hátæknisetur í 10-15 ár og nú megi búast við nýjum lyfjum á markað eftir 5-6 ár.

VB Sjónvarp ræddi við Róbert en nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.