Sem stendur er Cornwallsýsla, suðvestasti oddi Bretlands, vinsælasti viðkomustaður Airbnb ferðamanna í landinu. Þetta kemur fram í viðtali við forstjóra félagsins.

Í kjölfar faraldursins hefur neytendahegðun ferðalanga sem nýta síðuna breyst til muna. Í stað þess að bóka smærri íbúðir í stærri borgum leitar fólk í stærri hús á strjálbýlum svæðum. Um grundvallvarbreytingu er að ræða frá árdögum félagsins.

Ýmislegt virðist benda til þess að fólk sé í auknum máli að fara tímabundið út á land til að sinna fjarvinnu og dvelur þá lengri tíma í sveitinni heldur en áður.