Tveir bankar til viðbótar féllu í valinn í Bandaríkjunum í gær. Stjórnvöld hafa nú tekið yfir 15 banka þar í landi, en þeir síðustu til að hljóta þau örlög voru Main Street Bank í Northville, Michigan, og Meridian Bank of Eldred í Illinois.

Eignir þess fyrrnefnda námu samtals 98 milljónum Bandaríkjadala og innistæður í bankanum 86 milljónum dala í október síðastliðnum. Sá síðarnefndu átti eignir upp á 39,2 milljónir dala og innistæður í bankanum námi 36,9 milljónum dala.

Tryggingasjóður innistæðueigenda vestanhafs (FDIC) segist hafa fundið aðila til að taka yfir innistæður hinna föllnu banka.

Reuters greindi frá.