Fyrirtækið íslenska TVG-Zimsen mun nú sjá um alla flugfrakt á milli Danmerkur og Grænlands. TVG-Zimsen mun vinna í nánu samstarfi við Royal Arctic Line sem er stærsta flutningafyrirtæki á Grænlandi.

,,Við göngum stoltir til frekara samstarfs við Royal Arctic Line. Við höfum átt í nánu samstarfi við Royal Arctic Line til margra ára sem snýr að öflugum flutningalausnum á Norður-Atlantshafi og þessi útvíkkun á samstarfinu er byggð á þeim traustu stoðum,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.

„TVG-Zimsen er með öflugt flutningsnet um allan heim og öfluga samstarsaðila sem mun nýtast Grænlendingum vel,“ segir Niels Clemensen, framkvæmdastjóri hjá Royal Arctic Line.

Royal Arctic Line var stofnað árið 1992 og er í eigu grænlensku landstjórnarinnar. Félagið er með höfuðstöðvar í Nuuk.