Byggingafyrirtækin Sólfell ehf og ANS ehf hafa verið sameinuð undir nafni og kennitölu ANS ehf. að því er kemur fram á vef Skessuhornsins. Á síðasta ári eignaðist ANS meirihluta hlutafjár í Sólfelli og var í kjölfarið ákveðið að sameina rekstur fyrirtækjanna undir nafni ANS. Hið sameinaða fyrirtæki er nú í eigu sjö lykilmanna í báðum félögum.

Aðalstarfssvæði fyrirtækisins verður Vesturland og höfuðborgarsvæðið og samkvæmt frétt Skessuhornsins er markmiðið að auka umsvifin umtalsvert á næstum misserum.

Sólfell var stofnað 1998 en að fyrirtækinu stóðu þá nokkrir af fyrrum starfsmönnum og eigendum Byggingafélagsins Borgar sem varð gjaldþrota skömmu áður. Sólfell hefur unnið fjölda byggingaverka á Vesturlandi.