Hlutabréfaverð álframleiðandans Century Aluminum, eiganda Norðuráls á Grundartanga, hefur meira en tvöfaldast á árinu. Frá síðustu áramótum hefur það hækkað um 107%, samkvæmt Nasdaq. 2. janúar var hlutabréfaverð hjá fyrirtækinu 10,39 dollarar en 20. ágúst var það 21,6 dollarar.

Sömu sögu er ekki að segja um Rio Tinto Alcan, eiganda Rio Tinto Alcan á Íslandi, en hlutabréf fyrirtækisins hafa einungis hækkað um ríflega þrjú prósent á sama tímabili. 2. janúar var hlutabréfaverð fyrirtækisins 55,4 dollarar en 20. ágúst var það 57,48 dollarar. Samkvæmt IFS greiningu er heimsmarkaðsverð á áli nú 2.050 dollarar fyrir tonnið, það var í kringum 1.800 dollarar í byrjun árs og hefur hækkað nær samfellt allt árið.