Rupbert Murdoch skráði sig á Twitter í síðustu viku og markaði það ákveðin tímamót fyrir Twitter. Þessi fimm ára gamla samskiptasíða sem snýst um stöðuuppfærslur í 140 stöfum hefur slegið í gegn og sérstaklega hjá fjölmiðlafólki.

Mark Read, forstjóri auglýsingakeðjunnar WPP Digital segir Twitter meira fyrir blaðamenn heldur en markaðsfólk í samtali við Financial Times. Hann segir Twitter jafnframt vera að reyna að finna út hvernig það eigi að búa til auglýsingavörur.

Samkvæmt frétt Financial Times eyðir markaðsfólk um 100 til 150 milljónum Bandaríkjadala í auglýsingar á Twitter til að ná til notenda Twitter sem eru 100 milljónir. Á sama tíma gera spár ráð fyrir að fjórum milljörðum Bandaríkjadala sé eytt í auglýsingar á facebook til að ná til um 800 milljón notenda.

Hingað til hafa auglýsendur á Twitter verið tilbúnir að borga á bilinu einn til fjóra Bandaríkjadali fyrir kynningarreikninga og sumir jafnvel enn meira og yfir 10 Bandaríkjadali. Twitter rukkar fyrir kynningar „tweet“ en viðmælendur Financial Times segir mjög flókið fyrir auglýsendur að festa kaupa á auglýsingu.

Vörn forsvarsmanna Twitter er að þrátt fyrir að fyrirtækið sé fimm ára gamalt sé viðskiptahluti þess einungis um ársgamall. Virði Twitter í dag er metið á um átta milljarða Bandaríkjadala.

Hér má lesa frétt FT um Twitter.