Bankastjórn tyrkneska seðlabankans hefur hækkað stýrivexti talsvert með það fyrir augum að stöðva viðvarandi gengisfall gjaldmiðilsins lírunnar. Bankastjórnin boðaði til neyðarfundar vegna ástandsins og tilkynnti að honum loknum að stýrivextir yrðu hækkaðir úr 7,75% í 12%. Þetta jafngildir 55% hækkun stýrivaxta.

Breska ríkisútvarpið ( BBC) segir aðgerðirnar jafnframt lið í baráttunni gegn verðbólgu sem mældist 7,4% í desember síðastliðnum. Á sama tíma hefur ríkisstjórn landsins unnið að því hörðum höndum að koma efnahagslífinu í gang á nýjan leik eftir kreppuna og er reiknað með því að hagvöxtur verði 4% á þessu ári. Það er talsvert undir hagvextinum árið 2010 sem mældist þá 8%.